BLÓMSTRANDI BÆR

HVERAGERÐI

Í Hveragerði er öll þjónusta við íbúa fyrsta flokks, sem sannaðist enn á ný með þjónustukönnun Gallup 2018. Þar eru Hvergerðingar ánægðustu íbúar landsins þegar þjónusta sveitarfélagsins er annars vegar. Samkvæmt könnuninni eru 97% íbúa ánægðir með sveitarfélagið sem búsetustað. Í langflestum flokkum skipar bæjarfélagið sér í hóp þeirra sveitarfélaga þar sem mesta ánægjan ríkir. Það skorar enn fremur hæst hvað varðar gæði umhverf¬is¬ins, þjónustu við eldra fólk og við barnafjöl¬skyldur.

Hveragerði er tilvalinn búsetukostur fyrir alla, jafnt barnafjölskyldur sem þá sem vilja breyta til og koma sér fyrir á rólegum stað innan um ósnortna náttúru. Bærinn er í einungis 25 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík og almenningssamgöngur til og frá höfuðborgarsvæðinu er tíðar.

Hveragerði státar af fyrirtaks skólakerfi. Nýr leikskóli hefur verið tekinn í notkun og þess má geta að börnum fæddum árið 2018 býðst nú örugg leikskólavistun. Það stefnir því í að yngstu leikskólabörn bæjarins verði á aldrinum 10-11 mánaða undir lok árs 2019. Enn fremur hefur nýtt frístundaheimili hafið starfsemi.

Í Hveragerði er jafnframt öflugt íþróttastarf og mörg tækifæri til útivistar og afþreyingar, til dæmis Golfvöllurinn í Gufudal, sundlaugin í Laugaskarði og jarðhitaparadísin Reykjadalur. Einnig má nefna náttúruperlur á borð við Hveragarðinn, lystigarðinn og Varmá sem liðast í gegnum miðbæinn, Hamarinn og fjölbreytta göngustíga.

Í bænum er margvísleg menningarstarfsemi fyrir alla aldurshópa, þar með talið bókasafn og Listasafn Árnesinga. Menningar- og fjölskylduhátíðin Blómstrandi dagar er árlegur viðburður og á fastan sess í bæjarlífinu. Eins má nefna mikla grósku í veitingalífi bæjarins. Úrval spennandi veitingastaða þar sem hráefni úr héraði er í heiðri haft fer sívaxandi.

Söluaðilar